Velkomin á vinnustofu 3 Þriðjudaginn 4. október kl. 14:30.


Eftir tvo frábæra fyrirlestra höfum við vonandi nóg um að tala svo umræðuefnin verða í stórum dráttum fjögur
  • Tilgangur náttúrufræðináms og námsskrár,
  • Hugtakanám og forhugmyndir
    • sjá tengla í lesefni og glærur hér til vinstri sem gott er að nota til að rifja upp.

  • Hvernig sjáum við komandi Menntagátt fyrir okkur
  • Annað sem ykkur kann að liggja á hjarta

Hvað á ég að gera ?


Smellið á tengill fyrir spjallasvæði á Chatzy skráið nafnið ykkar (fornafn dugar) svo við vitum hverja við erum að tala við og veljið lit fyrir textann.

Þegar þú ert komin í spjall herbergið bíða þín nánari umræðuefni og fyrirmæli.

kannski kíkjum við á þessa tengla líka.

Hér er tengill á Titanpad

Og svo ef þið viljið prófa að teikna saman smellið þá hér.

Vinnulag:

Við munum skipta okkur í 4-5 manna hópa. Ræða tilteknar spurningar, hópurinn mun taka saman helstu punkta úr umræðunni sem við munum
birta hér á þessum vef.

Vandræði ???


Ef einhver er í vandræðum er ég á línunni á svavapeturs á skype sem er ókeypis og má sækja hér

og á msn svavap@hotmail.com

og í spjallinu á Facebook

Umræðuefni og meira lesefni


Hér er samantekt úr umræðunum en umræðusvæðin verða opin eitthvað áfram Samantekt ur spjalli 4. okt.pdf

1. Hugsið til baka til þess sem Meyvant talaði um um mismunandi tilgang náttúrufræðikennslu, ræðið á hvað hátt þessar áherslur hafa á hvernig við kennum.

Er samhljómur með tón núgildandi námsskrár og ykkar skoðana ? En milli núgildandi námsskrár og þess sem þið heyrið hjá nemendum, foreldrum samfélaginu ?

Ræðið hvort og hvaða áhrif Ný menntastefna með sex grunnþáttummuni hafa á markmið og kennslu náttúrufræði (tímaviðmiðun 20 mín 14:45 - 15:15)

2. Hugtakanám forhugmyndir. Ef við erum í "gjánni" (sjá glæru 23 frá Hafþóri) milli þeirra hugmynda sem nemendur hafa um fyrirbæri náttúrunnar og vísindalegra hugmynda, hvaða áhrif hefur það á kennslu okkar ? Hafið þið reynslusögur? ráð ? spurningar ? (tímaviðmiðun 20 mín 15:15-15:35)

3. Umræða um hvernig við viljum sjá Menntagátt fer fram á Titanpad Mikilvægt er að við verðum bæði dugleg og snögg að koma óskum okkar á framfæri svo að við getum sem fyrst farið að nota Menntagáttina !! (tímaviðmiðun 20 mín 15:35 - 15:55)