Áttunda vinnustofa náttúrufræðikennara verður haldin í Myllubakkaskóla þriðjudaginn 6. mars kl. 14:30 – 16:00

2012-03-06_14.08.25.jpg
Svona var tekið á móti okkur, skilti sem vísuðu veginn alla leið. Á fyrsta skiltinu var sagt að stofan væri í suðaustur horni skólans, svo þar reyndi á þekkingu á áttum !

Viðfangsefnið er útikennsla.

Leiðbeinandi verður Eggert Lárusson Menntavísindasviði HÍ : Hvaða tækifæri bjóðast til útikennslu á skólalóðinni og næsta umhverfi skólans? Þegar betur er að gáð er það ótrúlega margt.

Einnig munu kennarar úr Akurskóla og Heiðarskóla segja stuttlega frá aðstöðu og áformum um útikennslu í þeirra skólum.

Vefir um útikennslu


Útikennsla vefur Langholtsskóla þar má m.a. finna verkefnabanka (eldri útgáfa af sama vef)
Vefurinn Útikennsla og umhverfismennt var lokaverkefni í námskeiðinu Nám og kennsla á Netinu(MEN018F) á Menntavísindasviði Háskóla Íslands, vorönn 2009. Höfundur Ingibjörg Kjartansdóttir.
Náttúruskólinn Hér er m.a. að finna útikennsluskrín fullt af kennsluhugmyndum
Náttúruskóli Reykjavíkur er samstarfsverkefni Umhverfis- og samgöngusviðs Reykjavíkur, Menntasviðs Reykjavíkur, Leikskólasviðs Reykjavíkur, Skógræktarfélags Reykjavíkur og Landverndar. Verkefnið hófst í ágúst 2005.

Norðlingaskóli og útikennslustofan Björnslundur, þarna má finna verkefni og kennsluhugmyndir

http://www.naturedetectives.org.uk/ Breskur vefur fullur af hugmyndum og vinnublöðum

Tenglar frá Kristínu Dýrfjörð
http://www.naturalplaygrounds.com/
http://www.outdoor-learning.org/
http://www.psychologytoday.com/blog/freedom-learn/201112/how-children-learn-bravery-in-age-overprotection How children learn bravery in the age of overprotected children
http://news.bbc.co.uk/2/hi/uk_news/education/5252746.stm a BBC "Children must have outside play"
http://www.youtube.com/watch?v=bAR_OTMxNOs&feature=related Forest schools early years
http://www.scotland.gov.uk/Resource/Doc/920/0049729.pdf
http://www.youtube.com/watch?v=Fp4Nny_rIiw&feature=related Outdoor preschool Norway
http://www.youtube.com/watch?v=Y6YZJ4J7lks&feature=share Gúú útináms

Lesefni:

http://akurskoli.tonaflod.is/FileLib/skjalasafn/Natturuperlur.PDF virðist vera upphaf verkefnisins Náttúruperlur í Innri-Njarðvík

B.Ed verkefni HÍ Sveinn Magnússon (2011) Náttúrustígur : verkefni umhverfis Akurskóla http://hdl.handle.net/1946/9741 í Verkefninu eru nemendaverkefni tilbúin til útprentunar

Mikið hefur verið unnið af verkefnum þar sem útikennsla kemur fyrir sjá http://skemman.is/browse/subject/%C3%9Atikennsla

Vefur Menntavísindasvið um útinám https://utinam.hi.is/ tenglar í ýmis gögn of fyrirlestra frá ráðstefnum.

Glósur frá vinnustofunni

Eggert fór yfir nokkrar hugmyndir að viðfangsefnum og hér eru glærurnar hans Utikennsla.EL.Myllubakka.pdf.

Veðurathuganir

 • vindmælir, hitastig, loftþrýstingur
 • veðurstöðvar
 • athuga hitamun í lofti og polli
 • færa upplýsingar í töflur, - kenna skráningar

  2012-03-06_16.04.41.jpg
  Vindmælir


Steinar

 • litur steina - flokka
 • skoða aðkomusteeina
 • lögun steina
 • segja sögu steins frá klöpp niður í sand

Ýmsar hugmyndir

 • sýna atburði tímalínu
 • skoða stærðir, teikna útlínu hvals á skólalóðina, hvað komast margir krakkar í hval

 • ath. senda 2-3 í fuglaskoðun, heill bekkur fælir fuglana
 • telja plöntutegundir á ákveðnum blett, breiða plast í miðju og koma með plöntur þar til skoðunar
 • taka myndir af plöntum, steinum, umhverfi
 • áttirnar og vindmælingar, lýsa afstöðu


Svo endaði Ingólfur á að sýna okkur þennan stein sem gefur frá sér loftbólur þegar hann var settur í vatn en vantaði alveg útskýringar á og lýsum við hér með eftir þeim
2012-03-06_16.04.58.jpg