Velkomin á vinnustofu 7

005coke.jpg

ATH öllum er heimilt að taka þátt í umræðunni óháð hvort þú hefur mætt áður eða ekki

Þriðjudaginn 7. febrúar kl. 14:30.


Að þessu sinni verða umræðuefnin:
 • Kennsluhættir og góð ráð við verklega kennslu, í framhaldi af vinnustofu 6 þar sem Jens Karl Ísfjörð heimsótti okkur með aragrúa hugmynda um verklega kennslu
 • Ný aðalnámsskrá og ný námsskrá í náttúrufræði sem nú er í undirbúningi
 • Annað sem ykkur kann að liggja á hjarta

Hvað á ég að gera ?


Smellið á tengill fyrir spjallasvæði á Chatzy skráið nafnið ykkar í staðinn fyrir það nafn sem er í reitnum "your name/alias" (fornafn dugar) svo við vitum hverja við erum að tala við og veljið lit fyrir textann í reitnum "Choose a color" Smelltu svo á hnappinn "Enter room". Þá birtist spjallherbergið en til að taka þátt þarf að smella neðst til hægri á "Join room"

Kannski kíkjum við á þessa tengla líka.

Innsending efnis

Hér er tengill á Titanpad

Vinnulag:

Við munum skipta okkur í 4-5 manna hópa. Ræða tilteknar spurningar, sjálfboðaliðar munu taka saman helstu punkta úr umræðunni sem við munum
birta hér á þessum vef.

Vandræði ???


Ef einhver er í vandræðum er ég á línunni á svavapeturs á skype sem er ókeypis og má sækja hér

og á msn svavap@hotmail.com

og í spjallinu á Facebook

Umræðuefni og undirbúningur


1. Í vinnustofu 6 kynntumst við einföldum tilraunum í eðlis- og efnafræði. Tillögur að lesefni um tilraunir og verklegar æfingar má finna á síðu vinnustofu 4
Ræðið eftirfarandi:
 • Hafið þið reynt eitthvað af þessum tilraunum? Hvernig gekk ?
 • Hvað hefur reynst ykkur erfitt í verklegri kennslu ?
 • Eigið þið gögn og hugmyndir til að deila varðandi verklega kennslu ?


2. Ný aðalnámsskrá var gefin út nú í vor sjá. http://www.menntamalaraduneyti.is/utgefid-efni/namskrar/nr/3953. Í vetur stendur yfir fundarröð þar sem m.a. hafa verið kynntu þau leiðarljós sem ný aðalnámsskrá setur námsskrám kennslugreina. Glærur og dagskrár þeirra funda má finna á https://skrif.hi.is/natturugreinar2012/fundarod/
Sú menntastefna sem birt er í þessari aðalnámskrá er reist á sex grunn þáttum menntunar sem eru leiðarljós við námskrárgerðina.
Þessir grunnþættir eru:
 • - læsi,
 • - sjálfbærni,
 • - heilbrigði og velferð,
 • - lýðræði og mannréttindi,
 • - jafnrétti,
 • - sköpun.
Sum okkar hafa mætt á þessa fundi og við munum ræða það sem við höfum fræðst um og velta fyrir okkur þeim hugmyndum og tillögum sem komið hafa fram.


3. Samstarfið fram á vor og efni námskeiðsins

Velkomin á vinnustofu 5
041.JPG
041.JPG

Þriðjudaginn 6. desember kl. 14:30.


Að þessu sinni verða umræðuefnin:
 • Kennsluhættir og góð ráð við verklega kennslu, í framhaldi af vinnustofu 4 þar sem Ólafur Örn Pálmarsson heimsótti okkur með nokkrar efnafræðiæfingar
 • Dagskráin fram á vor
 • Annað sem ykkur kann að liggja á hjarta

Hvað á ég að gera ?


Smellið á tengill fyrir spjallasvæði á Chatzy skráið nafnið ykkar (fornafn dugar) svo við vitum hverja við erum að tala við og veljið lit fyrir textann (.

Þegar þú ert komin í spjall herbergið bíða þín nánari umræðuefni og fyrirmæli.

kannski kíkjum við á þessa tengla líka.

Innsending efnis

Hér er tengill á Titanpad

Vinnulag:

Við munum skipta okkur í 4-5 manna hópa. Ræða tilteknar spurningar, sjálfboðaliðar munu taka saman helstu punkta úr umræðunni sem við munum
birta hér á þessum vef.

Vandræði ???


Ef einhver er í vandræðum er ég á línunni á svavapeturs á skype sem er ókeypis og má sækja hér

og á msn svavap@hotmail.com

og í spjallinu á Facebook

Umræðuefni og undirbúningur


1. Í vinnustofu 4 kynnstumst við einföldum tilraunum í efnafræði. Tillögur að lesefni um tilraunir og verklegar æfingar má finna á síðu vinnustofu 4
Ræðið eftirfarandi:
 • hver er tilgangurinn með tilraunum og verklegum æfingum
 • hvað hefur reynst ykkur vel í verklegri kennslu ?
 • hvað hefur reynst ykkur erfitt í verklegri kennslu ?
 • eigið þið gögn og hugmyndir til að deila varðandi verklega kennslu ?


2. Umræða um samstarfið fram á vor og efni námskeiðsins