Velkomin á vinnustofu 5041.JPG

Þriðjudaginn 6. desember kl. 14:30.


Að þessu sinni verða umræðuefnin:
  • Kennsluhættir og góð ráð við verklega kennslu, í framhaldi af vinnustofu 4 þar sem Ólafur Örn Pálmarsson heimsótti okkur með nokkrar efnafræðiæfingar
  • Dagskráin fram á vor
  • Annað sem ykkur kann að liggja á hjarta

Hvað á ég að gera ?


Smellið á tengill fyrir spjallasvæði á Chatzy skráið nafnið ykkar (fornafn dugar) svo við vitum hverja við erum að tala við og veljið lit fyrir textann (.

Þegar þú ert komin í spjall herbergið bíða þín nánari umræðuefni og fyrirmæli.

kannski kíkjum við á þessa tengla líka.

Innsending efnis

Hér er tengill á Titanpad

Vinnulag:

Við munum skipta okkur í 4-5 manna hópa. Ræða tilteknar spurningar, sjálfboðaliðar munu taka saman helstu punkta úr umræðunni sem við munum
birta hér á þessum vef.

Vandræði ???


Ef einhver er í vandræðum er ég á línunni á svavapeturs á skype sem er ókeypis og má sækja hér

og á msn svavap@hotmail.com

og í spjallinu á Facebook

Umræðuefni og undirbúningur


1. Í vinnustofu 4 kynnstumst við einföldum tilraunum í efnafræði. Tillögur að lesefni um tilraunir og verklegar æfingar má finna á síðu vinnustofu 4
Ræðið eftirfarandi:
  • hver er tilgangurinn með tilraunum og verklegum æfingum
  • hvað hefur reynst ykkur vel í verklegri kennslu ?
  • hvað hefur reynst ykkur erfitt í verklegri kennslu ?
  • eigið þið gögn og hugmyndir til að deila varðandi verklega kennslu ?


2. Umræða um samstarfið fram á vor og efni námskeiðsins.