Vinnustofa 11

Velkomin á vinnustofu 11, miðvikudaginn 6. júní kl. 12:45.


Hittumst í Virkjun Flugvallarbraut 740, http://ja.is/kort/#q=index_id%3A1433324&x=324591&y=390247&z=9

Vinna í skólanámsskrám.
Gott væri að við værum ekki tímabundin svo tími gefist í umræður um starf vetrarins og hvernig við sjáum framhaldið næsta vetur.

Hættum ekki seinna en 15:30

Nánar:
Á dagskrá er að leitast við að samræma skólanámsskrár skólanna eins mikið og hægt er án þess að ganga of mikið að sjálfstæði hvers skóla.
Fyrir liggja drög að nýrri aðalnámsská grunnskóla í náttúrufræðihttp://skrif.hi.is/natturugreinar2012/files/2012/05/A%C3%B0aln%C3%A1mskr%C3%A1-n%C3%A1tt%C3%BArufr%C3%A6%C3%B0i-dr%C3%B6g-2.-ma%C3%AD-20121.pdf ég tel að það sé gráupplagt tækifæri að byrja að sveigja kennsluna að henni og hafa hana því til hliðsjónar við þessa vinnu.

Auði Pálsdóttur sem var með okkur í Vogunum heyrði af þessari vinnu og lagði hún til að það gæti hjálpað okkur af stað að taka Hæfniviðmiðin við lok 10. bekkjar og reyna að raða þeim niður á 8. 9. og 10 bekk.
Annars skulum við líta á þetta sem tækifæri til að yfirfara saman það sem við erum að gera og læra hvort af öðru.

Gott er ef þið hafið með ykkur skólanámsskrár ykkar. Ég verð með tillögu að vinnulagi en allar uppástungur eru vel þegnar.
Kv. Svava

Eftir fundinn

Við hittumst í dag og áttum að ég held alveg afskaplega farsælan fund.

Má ég byrja á að biðja ykkur ÖLL að svara þessari könnun https://www.surveymonkey.com/s/natttorg0612 það er dýrmætt fyrir mig og verkefnið að fá sem flest svör.

Fyrst á dagskrá var að skoða hvernig mætti samræma yfirferð milli skólanna. Ég skrifaði ekki niður niðurstöðu úr þeirri umræðu en legg til að þið farið á þessa slóð http://titanpad.com/NQ6jCcZ4bC og fyllið inn það sem þið glósuðuð, ég setti inn það sem mér heyrðist koma fram í umræðunni. Þarna er miðað við bækur, en gaman væri líka að ef einhver ætlar að vinna út frá þemum að sjá markmiðin og efnisatriðin þar inní. Myndir af uppröðunnin eru hér :
https://plus.google.com/u/0/photos/116113800344854479842/albums/5751249368028005441


Fyrir þau sem ekki mættu þá skoðuðum við hæfniviðmið í nýrri aðalnámsskrá til að átta okkur á hvernig þau stemma við þær kennslubækur sem til eru, komumst að því að þau eru misvíð, sum mjög afmörkuð en önnur dekka heilu kennslubækurnar. Svo er töluvert af markmiðum sem eru um vinnubrögð og færni annars vegar og svo víðtæk markmið sem taka til margra þátta um menn, tækni og náttúru. Mér tókst ekkert að selja ykkur hugmyndina um að vinna etir þemum en hugsið endilega um það, í samræðum okkar kom fram að nemendur verða leiðir þegar verið er of lengi í sömu bók og sama viðfangsefni. Kannski má brjóta meira upp og reiða sig ekki eins á kennslubækurnar ?

Við minntumst á gagnabanka og að sum ykkar væru með efni sem þið gætuð hugsað ykkur að deila efni, það getið þið gert annaðhvort með að senda tölvupóst á alla, eða á mig og ég set það þá inní gagnabankann sem er hér http://n-torg.wikispaces.com/Gagnabanki.

Svo vil ég þakka ykkur kærlega fyrir góðar umræður um Náttúrutorg.

Um þennan vetur skildi ég ykkur þannig :
 • fólk var yfirhöfuð ánægt með veturinn
 • vinnustofurnar mæltust allar vel fyrir
 • Efni úr vinnustofum höfðu nýst fólki í kennslu, (ég heyrði samt engin sértæk dæmi um slíkt, getið þið bætt því við ?)
 • Þeir sem höfðu prófað netspjall fannst það gagnlegt líka
 • bestu vinnustofurnar voru þær sem voru með verklegum æfingum
 • flestir fylgjast með því sem kemur fram í facebookhópnum en eru ekki mikið að tjá sig né smella á "like" ( já og María tengill á hópinn er hér https://www.facebook.com/groups/222107594472934/)
 • flestir höfðu séð mikið af gagnlegu efni í Facebook hópnum (tenglunum er safnað hér http://natt09.blogspot.com/)
endilega bæta við eða mótmæla þessu hér.


Með framhaldið þá skildi ég ykkur þannig:
 • hópurinn vill hittast mánaðarlega
 • til skiptis raunfund og netfund

Verkefni sem komu upp sem hugsanleg fyrir næsta vetur voru : • Sameiginleg innkaup á tækjum og tólum til verklegrar kennslu
 • hvernig tæklum við námsmat með ABCD kvarða sem ný aðalnámsskrá kveður á um
 • kennarar sýna dæmi um velheppnuð verkefni og kennsluhugmyndir

bætið endilega við þennan lista !

Ég lofaði að senda ykkur atriðalistann sem var gerður fyrir samræmda prófið 2001, hann er heima á flakkara svo hann kemur aðeins síðar, en við að leita að honum fann ég efni sem ég skellti í gagnabankann.

Takk svo fyrir samstarfið í vetur og afsakið langan póst en núna bara varð.