10. Vinnustofa Sjálfbærnimenntun

Tíunda vinnustofa náttúrufræðikennara verður haldin í Stóru-Vogaskóla þriðjudaginn 8. maí kl. 14:30 – 16:00
Viðfangsefnið er sjálfbærnimenntun.
Leiðbeinandi verður Auður Pálsdóttir Menntavísindasviði HÍ. Fjallað verður um grunnþáttinn sjálfbærni í nýrri aðalnámskrá grunnskóla. Rætt verður um hvað felst í hugtakinu, hvers konar inntak og verklag sjálfbærni kallar á í skólastarfi og hvað kennarar geti gert til að stuðla að sjálfbærnimenntun í starfi sínu.

2012-04-25_17.46.23.jpg


Lesefni:


Auður Pálsdóttir, Allyson Macdonald og Ingólfur Ásgeir Jóhannesson (2009) Hvað græðum við á því að gera sjálfbæra þróun að sýnilegu viðmiði í grunnskólastarfi? Ráðstefnurit Netlu: Rannsóknir – Nýbreytni – Þróun Menntavísindasvið Háskóla Íslands

Vefurinn Geta til sjálfbærni - Menntun til aðgerða