Yfirlit yfir verkefnið:

Samstarf kennara til eflingar náttúrufræðikennslu

Upphafsaðilar:

Svava Pétursdóttir doktorsnemi, Fræðsluskrifstofa Reykjanesbæjar í samstarfi við RANNUM og Félag náttúrufræðikennara á grunnskólastigi

Markmið:

 • Að auka samstarf milli náttúrufræðikennara
 • Að skapa gagnabanka náttúrufræðikennara
 • Að auka fagþekkingu kennara
 • Að auka kennslufræðilega þekkingu kennara og getu þeirra til að takast á við verklega kennslu, útikennslu, vettvangsferðir og að nýta upplýsingatækni í sinni kennslu
 • Að auka nýtingu upplýsingatækni í náttúrufræðikennslu

Áætlaður afrakstur verkefnis:

Lifandi faglegt samfélag kennara, aukin fagþekking kennara, stafrænn gagnabanki. Bættur árangur nemenda í náttúrufræði, fjölbreyttari kennsluhættir.

Vinnulag:

 • Verkefnið hefst á Suðurnesjum en strax verður öllum velkomið að taka þátt í netsamfélagi
 • Mánaðarlegir fundir, til víxl á neti og í „raunveruleikanum“ með fyrirlestrum
 • Samfélag á neti með skjalasafni, spjallborði ofl.

Í samfélagi á neti munum við:


 • Eiga samskipti til að styrka fagþekkingu

 • safna saman upplýsingum og þekkingu

   • kennsluhugmyndum
   • upplýsingum um aðföng í verklegum æfingum
   • tenglasöfn
   • um hugmyndir að verklegum æfingum
   • um vinnulag og ferla
   • samnýta gögn og safna saman t.d.
    • verkefni
    • próf
    • glærur
    • vinnuseðlum

Sjá nánar

Sprotasjóður umsókn 2011 FR og Svavapdf.pdf Greinagerð með umsókn í Náttúruverndarsjóð PJ.pdf